lau 02. ágúst 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Donnarumma mun þurfa að sætta sig við bekkjarsetu
Mynd: EPA
PSG reynir allt til að sannfæra Gianluigi Donnarumma um að yfirgf félagið. Franski miðillinn RMC Sport segir að Donnarumma hafi fengið að heyra það að hann yrði ekki aðalmarkvörður liðsins á næstu leiktíð.

Samningur hans við félagið rennur út á næsta ári og hann mun líklega ekki skrifa undir nýjan samning þar sem hann er ekki tilbúinn að taka á sig launalækkun.

Lucas Chevalier er að ganga til liðs við PSG frá Lille og er hugsaður sem aðalmarkvörður liðsins.

Donnarumma hefur verið orðaður við Manchester United, Manchester City og Chelsea.
Athugasemdir
banner