Kongómaðurinn Yoane Wissa var ekki í hópnum hjá Brentford sem spilaði æfingaleik við QPR í dag. Hann heldur áfram að reyna þrýsta sölu í gegn.
Wissa fór í verkfall á dögunum og neitaði að æfa þar sem hann taldi Brentford hafa brotið loforð.
Sky Sports segir Brentford hafa neitað því að selja hann á síðasta ári en gefið honum loforð að hann fengi að fara í þessum glugga.
Brentford hafnaði 25 milljóna punda tilboði Newcastle á dögunum og í kjölfarið yfirgaf Wissa æfingabúðir liðsins í Portúgal og hélt aftur til Englands til að ræða við stjórnina um framtíðina.
Wissa, sem er 29 ára gamall, er vonsvikinn með Brentford og sérstaklega þar sem hann telur þetta síðasta sénsinn til að spila í Meistaradeild Evrópu.
Hann neitar áfram að æfa með liðinu og var ekki með í dag þegar það vann QPR, 1-0, í æfingaleik.
Sóknarmaðurinn skoraði 19 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og lagði upp fimm.
Athugasemdir