Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   fim 31. júlí 2025 22:34
Sölvi Haraldsson
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Túfa.
Túfa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara svekkjandi að tapa leiknum og detta úr leik. Við vildu mjög mikið komast áfram. Ég held að það sést í seinni hálfleiknum þegar við hendum öllu okkar fram til að jafna leikinn. En ég er sanngjarn í lífinu og þegar ég fer yfir þessar 180 mínútur, kannski er þetta sanngjarnt að þeir fari áfram með þessum eins marks mun þegar við tökum allt saman.“ sagði Srdjan Tufegdzic eða Túfa, þjálfari Vals, eftir 2-1 tap gegn Zalgiris í kvöld sem þýðir að hans menn eru úr leik í Evrópu þetta árið.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Zalgiris

Valsmenn voru lengi að koma okkur í gang er einhver ástæða fyrir því?

„Ég er sammála því að við vorum lengi að koma okkur í gang. Það er búið að vera þannig í undanförnum leikjum að það tekur smá tíma að hrista þessa þreytu af okkur sem er búin að vera á okkur. Þeir voru ferskari og undan okkur í öllu. Við náum samt að skora þetta mark í fyrri hálfleik og koma í hálfleik með góða stöðu. En aftur á móti fannst mér við vera mjög góðir í seinni hálfleik. Við tókum yfir leikinn og markið þeirra kemur alveg gegn gangi leiksins í seinni hálfleik. Ég er mjög stoltur af liðinu að halda áfram. Við gerðum breytingar og reyndum að jafna leikinn en því miður þurfum við að bíta í súra eplið í kvöld og halda áfram á morgun.“

Sigurmark gestanna hlýtur að hafa verið gífurlega svekkjandi að fá á sig.

„Mér fannst þetta mark koma algjörlega gegn gangi leiksins, mér fannst við koma flottir út í seinni. Við náðum aðeins að skerpa okkur betur varnarlega og lesa þennan leikstíl betur sem þeir eru með, komum okkur í hættulegar stöður í seinni hálfleik. Það var mjög svekkjandi að standa öll þessi færi af sér og fá svona mark á sig. En þetta er bara fótbolti og þetta getur gerst. En við hættum ekki og héldum áfram. Mikill lærdómur úr þessu einvígi og síðasta einvígi sem við getum nýtt okkur í framtíðinni.“

Adam Ægir og Aron Jóh komu inn á með kraft eins og varamennirnir hans Túfa sem hlýtur að gleðja þjálfarann.

„Ég er búinn að koma inn á þetta mjög oft að sama hver kemur inn á af bekknum í öllum leikjunum í sumar að sama hver kemur inn á, hann lyftir alltaf liðinu hátt upp. Þeir gerðu þetta vel í dag og einhverjir aðrir gerðu þetta í síðasta leik. Þetta er liðsheildin sem við höfum og samheldnin í hópnum. Þetta er eina leiðin til að ná árangri. Ég er ánægður með liðið þrátt fyrir tap. Þetta lið frestaði leiknum sínum í deildinni til að hafa betri tíma til að undirbúa sig, komu með charter í gær. Allt svona telur í Evrópuleikjum. Bara virðing til þeirra líka og vel gert.“

Zalgiris liðið fékk talsvert meiri hvíld í kringum þetta einvígi við Val á meðan Valur er í miklu álagi að spila á þriggja daga fresti. Er þetta eitthvað sem Íslenskur fótbolti má laga hjá sér að gefa Evrópuliðunum frí á þessum tímum?

„Já ég held það. Ég held að við verðum að gera þetta betur. Eins og fyrir flest lið í minni löndum sem eru ekki með 25-30 manna leikmannahóp. Það er hægt að taka dæmi að Zalgiris spilar 7 leiki fyrir þennan leik en við 10. Þeir fresta leikjunum sínum í deildinni og hvíla alla sína leikmenn fyrir hinn leikinn á meðan við erum að spila á tveggja til þriggja daga fresti og ferðast líka. Þetta er eitthvað sem má skoða. Það að komast áfram er ekki bara fyrir okkur. Auðvitað er þetta fyrst og fremst fyrir okkur en þetta er líka fyrir íslenskan fótbolta til að ná í enn fleiri stig og möguleika til að gera betur. En eins og ég segi, ég er ánægður með mitt lið og margt sem við getum lært af í framtíðinni.“

Viðtalið við Túfa má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner