Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 12:15
Elvar Geir Magnússon
Martínez færist nær endurkomu
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Lisandro Martinez, sem meiddist illa á hné í febrúar, er á góðum batavegi og tekur smám saman meiri þátt í æfingum Manchester United.

Hins vegar er óvíst hvort hann verði tilbúinn í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Arsenal eftir rúmlega tvær vikur.

Markvörðurinn Andre Onana glímir við tognun í lærvöðva en hefur nú byrjað að æfa aftur, líkt og Joshua Zirkzee, sem var frá vegna smávægilegra meiðsla.

„Ég er á batavegi. Þetta er ekkert alvarlegt, ég ætla að vera tilbúinn fyrir tímabilið," segir Zirkzee.

Manchester United mætir Everton í æfingaleik á sunnudag og mætir svo Fiorentina áður en kemur að keppni í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner