Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 17:24
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Vals gegn Zalgiris: Adam Ægir á bekknum - Tvær breytingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:30 hefst seinni leikurinn milli Vals og Zalgiris í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að skila sér í hús, við skulum athuga hvernig Túfa stillir upp Valsliðinu.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Zalgiris

Það eru gerðar alls tvær breytingar á Valsliðinu frá seinasta leik gegn FH á dögunum. Adam Ægir Pálsson og Sigurður Egill Lárusson koma úr liðinu fyrir þá Albin Skoglund og Tryggva Hrafn Haraldsson sem byrja báðir í kvöld.

Fyrri leikur liðanna fór 1-1 og er því ljós að við förum í framlengingu og jafnvel vítaspyrnukeppni ef staðan verður jöfn eftir 90 mínútur.
Byrjunarlið Valur:
18. Frederik Schram (m)
6. Bjarni Mark Duffield
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson

Byrjunarlið Zalgiris:
55. Tomas Svedkauskas (m)
3. Anton Tolordava
6. Damjan Pavlovic
7. Amine Benchaib
9. Temur Chogadze
10. Gratas Sirgedas
21. Haymenn Bah-Traore
23. Aldayr Hernandez
37. Nosa Edokpolor
70. Fabien Ourega
77. Dejan Georgijevic
Athugasemdir
banner