Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Broja á leið til Burnley frá Chelsea
Mynd: EPA
Armando Broja er á leið til Chelsea frá Burnley. Fabrizio Romano greinir frá því að hann sé á leið í læknisskoðun og mun taka slaginn með Burnley í úrvalsdeildinni.

Broja er uppalinn hjá Chelsea en hann hefur ekki náð að sanna sig með aðalliðinu.

Hann var á láni hjá Vitesse tímabilið 2020-2021 og hjá Southampton tímabilið á eftir. Tímabilið 2022-2023 kom hann við sögu í 18 leikjum og skoraði aðeins eitt mark fyrir Chelsea.

Hann var á láni hjá Everton á síðustu leiktíð en meiddist illa og kom aðeins við sögu í tíu leikjum í úrvalsdeildinni.

Hann er fæddur á Englandi en á að baki 27 landsleiki fyrir Albaníu og hefur skorað fimm mörk.


Athugasemdir
banner