Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea lánar þriðja leikmanninn til Strasbourg (Staðfest)
Mamadou Sarr.
Mamadou Sarr.
Mynd: Franska fótboltasambandið
Chelsea hefur lánað franska varnarmanninn Mamadou Sarr til Strasbourg.

Er hann þriðji leikmaðurinn sem Chelsea lánar til Strasbourg fyrir komandi keppnistímabil en áður höfðu markvörðurinn Mike Penders og miðjumaðurinn Kendry Paez gengið í raðir félagsins frá Chelsea.

Chelsea og Strasbourg eru systurfélög en þau eru með sömu eigendur.

Sarr gekk í raðir Chelsea frá einmitt Strasbourg fyrr í sumar og hefur hann núna verið lánaður aftur til franska félagsins.

Sarr er 19 ára gamall miðvörður sem hefur spilað mikinn fjölda leikja fyrir yngri landslið Frakklands.
Athugasemdir
banner
banner
banner