Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fékk ömurlegar fréttir sama dag og hún vann EM
Kvenaboltinn
Ella Toone.
Ella Toone.
Mynd: EPA
Ella Toone, leikmaður enska landsliðsins, hefur greint frá því að amma hennar lést sama dag og hún vann Evrópumótið með Englandi.

England fór með sigur af hólmi á EM síðasta sunnudag er þær unnu Spán í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum.

Toone spilaði 87 mínútur í leiknum en hún fékk ömurlegar fréttir sama dag.

„Þegar þú ert í hæstu hæðum þá getur lífið slegið þig með lægstu lægðum," skrifar Toone á Instagram.

„Amma mín tók sinn síðasta andardrátt á morgni úrslitaleiksins. Það huggar mig að vita til þess að hún fékk að horfa á leikinn úr besta sætinu með pabba, hennar uppáhalds manneskju."



Athugasemdir
banner
banner