Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wrexham að fá fyrrum fyrirliða úr úrvalsdeildinni
Conor Coady.
Conor Coady.
Mynd: EPA
Wrexham er að ganga frá kaupum á miðverðinum Conor Coady frá Leicester.

Leicester hefur samþykkt 2 milljón punda tilboð frá Wrexham í leikmanninn.

Coady er mættur til Wales til að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning við félagið.

Coady var heillaður af verkefninu hjá Wrexham og valdi það fram yfir Rangers frá Skotlandi.

Coady var lengi vel fyrirliði Wolves í ensku úrvalsdeildinni og eru þetta stór kaup fyrir Wrexham sem er að koma upp í Championship-deildina sem nýliðar.

Uppgangur Wrexham hefur verið rosalegur síðustu ár en eigendur félagsins eru Hollywood leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney.
Athugasemdir
banner
banner