KA fékk Silkeborg í heimsókn í seinni leik liðanna í Forkeppni Sambandsdeildarinnar á Greifavelli fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-3 þeim dönsku í vil eftir framlengingu og hetjulega baráttu KA.
Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA mætti í viðtal að leik loknum.
Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA mætti í viðtal að leik loknum.
Lestu um leikinn: KA 2 - 3 Silkeborg
„Mér fannst við betri eftir að við jöfnuðum þennan leik. Eiginlega bara alla framlenginguna, við fengum dauðafæri sem við hefðum getað klárað. Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark, sláin inn fyrir utan teig, sem tryggir þeim sigur. Bara viðbjóður."
„Í þeirri stöðu sem þetta var komið í er svekkjandi að klúðra svona færum. Við hefðum líka getað jafnað eftir að þeir komust yfir í framlengingunni."
„Þegar við skutum í stöng og Dagur fær færi. Í svona leik þegar maður fær ekki urmul af færum þarf maður að nýta svona tækifæri."
Hvernig var að spila svona leik á Greifavellinum?
„Það var geðveikt, ég verð að biðjast afsökunar. Ég fór í fýlu út af en klappaði svona tvisvar fyrir þeim. Þau eiga allt hrós skilið, það var ógeðslega gaman að heyra í þeim. Maður var eiginlega með gæsahúð fyrir leikinn, smá bikarúrslitafílingur í manni fyrir leikinn."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir