David Möller Wolfe er genginn í raðir Wolves frá AZ Alkmaar í Hollandi.
Wolfe er 23 ára gamall vinstri bakvörður sem er mættur til að fylla skarð Rayan Ait Nouri sem gekk í raðir Manchester City fyrr í þessum glugga.
Úlfarnir náðu samkomulagi við AZ um kaup á Wolfe á dögunum en kaupverðið er í kringum 10 milljónir punda.
Hann skrifaði undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið í dag.
Wolfe, sem hóf atvinnumannaferil sinn hjá Íslendingaliði Brann, á 12 A-landsleiki og 1 mark fyrir Noreg.
The Wolfe becomes a wolf. ???? pic.twitter.com/1g2lnGAfpj
— Wolves (@Wolves) August 2, 2025
Athugasemdir