Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann er á sínum tíunda mánuði"
Tobias Thomsen.
Tobias Thomsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Tobias Thomsen hefur byrjað síðustu tvo leiki Breiðabliks á bekknum.

Tobias hefur verið lykilmaður fyrir Breiðablik í sumar og er búinn að skora átta mörk í 15 leikjum í Bestu deildinni.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var spurður að því eftir síðasta leik gegn Lech Poznan hvort Tobias væri eitthvað tæpur í ljósi þess að hann væri á bekknum.

„Tobias hefur spilað mikið í sumar og framan af tímabili, þegar Kristófer (Ingi Kristinsson), var frá þá vorum við ekki með mann í staðinn fyrir hann," sagði Dóri.

„Ég veit ekki hvort það átti sig allir á því en tímabilið hjá Tobias byrjaði í september í Portúgal. Hann fékk fjögurra daga frí um jólin og ekkert meira. Hann er á sínum tíunda mánuði á tímabilinu. Það er mjög dýrmætt að geta hvílt lappirnar í nokkra daga. Hann hefur verið frábær fyrir okkur og gríðarlega mikilvægur."
Athugasemdir
banner
banner