Sóknarmaðurinn Ólafur Karl Finsen hefur fengið félagaskipti í KH sem er í toppbaráttu í 4. deild.
KH er venslafélag Vals þar sem Ólafur Karl lék nokkra leiki á síðasta tímabili.
KH er venslafélag Vals þar sem Ólafur Karl lék nokkra leiki á síðasta tímabili.
Á ferlinum hefur Óli Kalli leikið með Stjörnunni, Val, FH, Fylki, Sandnes Ulf og unglingaliði AZ Alkmaar.
Óli Kalli, sem hefur orðið Íslandsmeistari með bæði Stjörnunni og Val, lagði skóna á hilluna veturinn 2023 en fór svo að mæta á æfingar hjá Val og skipti í kjölfarið þangað yfir. Í fyrra spilaði hann sex leiki í Bestu deildinni með Valsmönnum.
Á dögunum reyndi Óli Kalli svo fyrir sér í uppistandi og ræddi hann við Fótbolta.net um það. Í því viðtali talaði hann um tímann í Val í fyrra sem eitt það skemmtilegasta sem hann hefði gert.
„Ég elska Val og þeir verða aftur komnir á toppinn eftir einhvern tíma," sagði Óli Kalli en Valur er núna á toppnum í Bestu deildinni.
KH er hins vegar í öðru sæti 4. deildar og er í harðri baráttu um að komast upp í 3. deild.
Athugasemdir