Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
banner
   fös 01. ágúst 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal ætlar ekki að nýta sér riftunarákvæðið
Mynd: EPA
Eberechi Eze, sóknarmaður Crystal Palace er með riftunarákvæði í samningi sínum við Crystal Palace sem hægt er að virkja fyrir miðnætti í kvöld.

Arsenal er meðvitað um ákvæðið, en enski landsliðsmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Arsenal.

Ákvæðið nemur 68 milljónum punda, en Arsenal hefur þegar sagt Crystal Palace að félagið ætli ekki að virkja það. Viðræður milli félaganna hafa átt sér stað, en Arsenal getur ekki staðgreitt 60 milljónir punda sem er sögð vera krafa hjá Palace til að virkja ákvæðið.

Arsenal er ekki tilbúið að staðgreiða svo háa upphæð, en gæti verið tilbúið að staðgreiða lægri upphæð og klára svo kaupin með nokkrum framtíðargreiðslum. Palace er sagt vilja að lágmarki 35 milljónir punda í staðgreiðslu.

Arsenal hefur ekki enn lagt fram formlegt tilbið í Eze sem félagið horfir á sem sóknarsinnaðan miðjumann sem getur einnig spilað úti vinstra megin. Viðræður hafa þó átt sér stað.

Leandro Trossard hefur verið orðaður við Bayern Munchen og Fenerbahce í sumar og gæti Arsenal þurft að selja hann áður en hægt er að kaupa fleiri leikmenn.
Athugasemdir