Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fim 31. júlí 2025 21:51
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur, ÍBV gera mjög vel í leiknum þrátt fyrir niðurstöðu leiksins. Þær byrjuðu vel og áttu skilið að komast í 1-0. Það tók okkur langan tíma að komast í gang, við bjuggum til tækifæri en stundum er erfitt að komast í gang. ÍBV vörðu vel og Guðný var með flottar vörslur. Maður verður að gefa þeim lof. Að vera 2-0 undir og sigra svo er eitthvað, en það er gott að komast í úrslitaleikinn og við verðum að halda áfram að vinna" sagði Nik Chamberlain eftir endurkomu sigur á ÍBV á heimavelli í undanúrslitum Mjólkurbikarins.

Nik var ekki ánægður með frammistöðuna í dag þrátt fyrir sigur.

„Góður karakter frá okkur að sigra eftir að hafa farið 2-0 undir, annað skipti sem við gerum það. Þetta var samt ekki okkar besta frammistaða, enn eins og ég hef sagt þá er ÍBV sigurvegarinn í dag".


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 ÍBV

Nik segir að Breiðablik hefði átt að skora þriðja markið fyrr í leiknum.

„Það er erfitt að segja að við hefðum átt að skora meira en þrjú mörk í dag. Við hefðum átt að skora þriðja markið miklu fyrr í leiknum, hvað sem gerist eftir það er erfitt að segja".

„Þetta er klárlega eitthvað sem við verðum að vinna meira í, af því að við munum klárlega ekki fá svona mörg tækifæri í okkar næstu leikjum" sagði Nik um færanýtingu Breiðabliks í dag. 

Nik segir að það sé mikilvægt að byrja alla leiki vel.

„Við verðum að passa upp á það að við byrjum alla leiki vel og að við séum ekki að elta leikinn eftir að hafa byrjað ekki vel. Liðin í deildinni vilja sigra okkur og taka stig af okkur og verðum við þá að passa upp á það að byrja alla leiki vel. En þetta er bikarleikur og ég hef engar áhyggjur af þessu þar sem okkar mesti fókus er á deildinni og Champions League. Gott að fá svona leik sem heldur okkur á tánum".


Athugasemdir
banner