Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   lau 02. ágúst 2025 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Már Árnason þjálfari ÍBV var kátur eftir góðan sigur á heimavelli gegn KR í Þjóðhátíðarleiknum í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 KR

Eyjamenn skoruðu sigurmarkið á 90. mínútu eftir að hafa verið sterkari aðilinn spilandi flottan skyndisóknarbolta.

„Þetta var frábær leikur hjá ÍBV í dag og þá sérstaklega seinni hálfleikurinn. Við fengum urmul marktækifæra til þess að klára þennan leik," sagði Láki að leikslokum. „Þó það hafi verið skemmtilegt að klára þetta í uppbótartíma þá hefði heilsan manns viljað hafa þetta öðruvísi."

Láki hrósaði KR-ingum eftir leik þó að lærlingar Óskars Hrafns Þorvaldssonar sitji óvænt í fallsæti með 17 stig eftir 17 umferðir. Hann hrósaði einnig Oliver Heiðarssyni fyrir góða frammistöðu eftir endurkomu úr meiðslum.

„KR er svo einstakt fótboltalið, þeir spila besta fótboltann í deildinni það er bara þannig. Þeir eru hrikalega vel spilandi og þú þarft bara að þjást. Við höfum spilað þrisvar sinnum við þá í ár. Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar. Auðvitað er hægt að vinna þá eins og taflan sýnir.

„Við mættum þeim líka í vetur og töpuðum þá 6-3 og maður hugsaði á þeim tímapunkti: 'Vá, hvernig verður þetta?'. Maður átti ekki von á því að við værum með fjögurra stiga forskot á KR þegar 17 umferðir eru búnar. Ég ber mikla virðingu fyrir því sem KR er að gera en hérna í dag mættust ólíkir leikstílar og ÍBV var sterkara liðið."


Láki kláraði viðtalið á léttum nótum og sagði að leikmenn ÍBV væru með fullt leyfi til að skemmta sér á Þjóðhátíð. Hann hefur engar áhyggjur af leikmönnum sínum.

„Þetta eru kórdrengir miðað við það sem var. Kvöldið er frjálst eins og maðurinn sagði."
Athugasemdir
banner
banner