Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
   lau 02. ágúst 2025 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Már Árnason þjálfari ÍBV var kátur eftir góðan sigur á heimavelli gegn KR í Þjóðhátíðarleiknum í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 KR

Eyjamenn skoruðu sigurmarkið á 90. mínútu eftir að hafa verið sterkari aðilinn spilandi flottan skyndisóknarbolta.

„Þetta var frábær leikur hjá ÍBV í dag og þá sérstaklega seinni hálfleikurinn. Við fengum urmul marktækifæra til þess að klára þennan leik," sagði Láki að leikslokum. „Þó það hafi verið skemmtilegt að klára þetta í uppbótartíma þá hefði heilsan manns viljað hafa þetta öðruvísi."

Láki hrósaði KR-ingum eftir leik þó að lærlingar Óskars Hrafns Þorvaldssonar sitji óvænt í fallsæti með 17 stig eftir 17 umferðir. Hann hrósaði einnig Oliver Heiðarssyni fyrir góða frammistöðu eftir endurkomu úr meiðslum.

„KR er svo einstakt fótboltalið, þeir spila besta fótboltann í deildinni það er bara þannig. Þeir eru hrikalega vel spilandi og þú þarft bara að þjást. Við höfum spilað þrisvar sinnum við þá í ár. Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar. Auðvitað er hægt að vinna þá eins og taflan sýnir.

„Við mættum þeim líka í vetur og töpuðum þá 6-3 og maður hugsaði á þeim tímapunkti: 'Vá, hvernig verður þetta?'. Maður átti ekki von á því að við værum með fjögurra stiga forskot á KR þegar 17 umferðir eru búnar. Ég ber mikla virðingu fyrir því sem KR er að gera en hérna í dag mættust ólíkir leikstílar og ÍBV var sterkara liðið."


Láki kláraði viðtalið á léttum nótum og sagði að leikmenn ÍBV væru með fullt leyfi til að skemmta sér á Þjóðhátíð. Hann hefur engar áhyggjur af leikmönnum sínum.

„Þetta eru kórdrengir miðað við það sem var. Kvöldið er frjálst eins og maðurinn sagði."
Athugasemdir
banner
banner
banner