Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðræður Liverpool og Lyon á lokastigi - Al-Hilal í viðræðum um Nunez
Darwin Nunez
Darwin Nunez
Mynd: EPA
Fabrizio Romano greinir frá því að viðræður Lyon og Liverpool um miðjumanninn Tyler Morton séu á lokastigi.

Sky Sports og Romano segja frá því að verðmiðinn sé 15 milljónir punda.

Morton er eftirsóttur um alla Evrópu en Braga, Ipswich, Strasbourg og West Ham hafa öll sýnt honum áhuga. Morton er 22 ára gamall en hann hefur verið á láni hjá Blackburn og Hull í Championship deildinni undanfarin ár. Hann var hjá Liverpool á síðustu leiktíð og kom við sögu í fimm leikjum í öllum keppnum.

Framtíð Darwin Nunez er í mikilli óvissu. Hann hefur verið orðaður við Napoli og Al-Hilal en Romano greinir frá því að Al-Hilal hafi sett sig í samband við Liverpool.

Enska félagið vill fá um 60 milljónir punda fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner