Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir leikmenn framlengja við Breiðablik
Ásgeir Helgi Orrason.
Ásgeir Helgi Orrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Ásgeir Helgi Orrason og miðjumenn Viktor Karl Einarsson hafa báðir gert nýjan samning við Breiðablik

Ásgeir Helgi semur út 2028 og Viktor Karl gerir samning sem gildir til loka árs 2029.

Eftir lánsdvöl í Keflavík 2024 hefur Ásgeir Helgi tekið við stóru hlutverki í vörn Breiðabliks og spilað 17 leiki í sumar.

Viktor Karl, sem er 28 ára gamall, gekk aftur til liðs við Breiðablik árið 2019 eftir að hafa leikið í Holland og Svíþjóð. Á undanförnum sjö leiktímabilum hefur Viktor Karl leikið 137 leiki fyrir Breiðablik í efstu deild og gert 27 mörk. Þá á Viktor Karl fjóra A-landsleiki og 30 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Breiðablik er sem stendur tveimur stigum frá toppi Bestu deildarinnar.
Athugasemdir
banner