Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er að sýna meira og meira að hann eigi heima í Man Utd
Dorgu í leik á undirbúningstímabilinu.
Dorgu í leik á undirbúningstímabilinu.
Mynd: EPA
Danski vinstri bakvörðurinn Patrick Dorgu hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu með Manchester United.

Dorgu gekk í raðir Man Utd í janúar frá Lecce á Ítalíu. Hann var hægur í gang en sýndi rispur inn á milli.

Hann hefur spilað mjög vel í æfingaferð United í Bandaríkjunum og Rúben Amorim, stjóri liðsins, er virkilega ánægður með Dorgu.

„Hann er bara tvítugur en hann lítur alltaf meira og meira út eins og hann eigi heima í Manchester United," segir Amorim.

„Það er erfitt þegar þú ert tvítugur. Hann er kraftmikill, hann verst svo vel og hann pressar svo vel. Patrick hefur heillað mig mikið."
Athugasemdir
banner