Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 16:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool tilbúið að hætta við Isak
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Liverpool eru tilbúnir að hætta að eltast við Alexander Isak, sóknarmann Newcastle.

Breska ríkisútvarpið segir frá þessu en Newcastle hafnaði fyrr í dag tilboði frá Liverpool í sænska sóknarmanninn. Var það fyrsta formlega tilboðið sem Liverpool gerir í Isak.

Tilboðið var upp á 110 milljónir punda en Newcastle verðmetur Isak á um 150 milljónir punda.

Samkvæmt heimildum BBC telur Liverpool það ekki raunhæft að ganga frá kaupunum eins og staðan er núna, og er félagið tilbúið að ganga í burtu.

Isak hefur tjáð Newcastle það að hann vilji yfirgefa félagið en hann fór ekki með liðinu í æfingaferð og æfir þess í stað einn á Spáni.
Athugasemdir
banner