West Ham United er búið að ganga frá félagaskiptum Callum Wilson sem kemur á frjálsri sölu úr röðum Newcastle United.
Wilson er 33 ára gamall og gerir eins árs samning við Hamrana eftir fimm ára dvöl í Newcastle.
Wilson kemur inn í hópinn hjá West Ham með mikla reynslu eftir að hafa skorað 88 mörk í 238 úrvalsdeildarleikjum á ferlinum.
Hann er fjórði leikmaðurinn sem kemur til West Ham í sumar og mun berjast við Niclas Füllkrug um byrjunarliðssæti í fremstu víglínu.
Hingað til hefur West Ham krækt í Jean-Clair Todibo, El Hadji Malick Diouf og Kyle Walker-Peters í sumarglugganum eftir sölu á Mohammed Kudus.
Callum in Claret & Blue ???? pic.twitter.com/2A2I5w5P3t
— West Ham United (@WestHam) August 2, 2025
Athugasemdir