lau 02. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grótta fær Sögu úr Mosó og Emmu frá Völsungi (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Grótta
Grótta hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprettinn í Lengjudeild kvenna.

Saga Líf Sigurðardóttir er komin til liðsins frá Aftureldingu en hún gerir tveggja ára samning. Saga gekk til liðs við Aftureldingu í fyrra frá uppeldisfélaginu sínu, Þór/KA. Hún var fyrirliði Aftureldingar síðustu mánuðina.

Dominic Ankers þjálfari Gróttu fagnar komu Sögu: „Við erum mjög ánægð að hafa fengið leikmann eins og Sögu til okkar - gæðaleikmann með mikla reynslu. Hún mun styrkja Gróttuliðið, bæði það sem eftir lifir sumars og ekki síður á komandi árum. Við hlökkum til að sjá þau áhrif sem hún mun hafa á liðið!“ Er haft eftir Dominic Ankers, þjálfara Gróttu, í tilkynningu félagsins.

„Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum með Gróttu og að geta hjálpað liðinu við að ná sínum markmiðum. Það er mikill metnaður og góð uppbygging í kringum félagið og ég er stolt að fá að vera hluti af því," er haft eftir Sögu í tilkynningu félagsins.

Þá er Emma Lake Nicholson komin frá Völsungi sem er í toppbaráttunni í 2. deild. Emma, sem er fædd árið 2003, skoraði sjö mörk í 5 leikjum fyrir Völsung.

Grótta er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með 21 stig eftir 13 umferðir.
Athugasemdir
banner