KF hefur nælt í tvo leikmenn fyrir baráttuna í 3. deildinni það sem eftir lifir tímabili.
Jón Frímann Kjartansson er kominn aftur til liðs við KF frá Þrótti Vogum, hann kemur á láni. Jón lék með yngri flokkum KF og KA en hann hóf meistaraflokksferil sinn með KF árið 2022.
Jón Frímann Kjartansson er kominn aftur til liðs við KF frá Þrótti Vogum, hann kemur á láni. Jón lék með yngri flokkum KF og KA en hann hóf meistaraflokksferil sinn með KF árið 2022.
Hann gekk til liðs við Þrótt í vetur en hefur ekkert spilað með liðinu í 2. deild. Hann kemur til með að hjálpa KF sem er í næst neðsta sæti 3. deildarinnar.
Þá er Nathan Yared genginn til liðs við félagið úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hann gerir samning út tímabilið. Hann er snöggur sóknarmaður en hann skoraði 43 mörk í 67 leikjum í háskólaboltanum.
3. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Augnablik | 15 | 9 | 5 | 1 | 39 - 18 | +21 | 32 |
2. Magni | 15 | 10 | 2 | 3 | 31 - 18 | +13 | 32 |
3. Hvíti riddarinn | 15 | 10 | 1 | 4 | 43 - 25 | +18 | 31 |
4. Reynir S. | 15 | 7 | 4 | 4 | 35 - 33 | +2 | 25 |
5. KV | 14 | 6 | 4 | 4 | 45 - 33 | +12 | 22 |
6. Tindastóll | 15 | 6 | 2 | 7 | 34 - 27 | +7 | 20 |
7. Árbær | 15 | 5 | 4 | 6 | 33 - 37 | -4 | 19 |
8. Ýmir | 15 | 4 | 5 | 6 | 25 - 25 | 0 | 17 |
9. Sindri | 15 | 4 | 4 | 7 | 24 - 33 | -9 | 16 |
10. KFK | 15 | 4 | 3 | 8 | 20 - 31 | -11 | 15 |
11. KF | 14 | 3 | 5 | 6 | 17 - 20 | -3 | 14 |
12. ÍH | 15 | 1 | 1 | 13 | 24 - 70 | -46 | 4 |
Athugasemdir