lau 02. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
KF fékk tvo fyrir lok gluggans (Staðfest)
Mynd: KF
KF hefur nælt í tvo leikmenn fyrir baráttuna í 3. deildinni það sem eftir lifir tímabili.

Jón Frímann Kjartansson er kominn aftur til liðs við KF frá Þrótti Vogum, hann kemur á láni. Jón lék með yngri flokkum KF og KA en hann hóf meistaraflokksferil sinn með KF árið 2022.

Hann gekk til liðs við Þrótt í vetur en hefur ekkert spilað með liðinu í 2. deild. Hann kemur til með að hjálpa KF sem er í næst neðsta sæti 3. deildarinnar.

Þá er Nathan Yared genginn til liðs við félagið úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hann gerir samning út tímabilið. Hann er snöggur sóknarmaður en hann skoraði 43 mörk í 67 leikjum í háskólaboltanum.


3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 15 9 5 1 39 - 18 +21 32
2.    Magni 15 10 2 3 31 - 18 +13 32
3.    Hvíti riddarinn 15 10 1 4 43 - 25 +18 31
4.    Reynir S. 15 7 4 4 35 - 33 +2 25
5.    KV 14 6 4 4 45 - 33 +12 22
6.    Tindastóll 15 6 2 7 34 - 27 +7 20
7.    Árbær 15 5 4 6 33 - 37 -4 19
8.    Ýmir 15 4 5 6 25 - 25 0 17
9.    Sindri 15 4 4 7 24 - 33 -9 16
10.    KFK 15 4 3 8 20 - 31 -11 15
11.    KF 14 3 5 6 17 - 20 -3 14
12.    ÍH 15 1 1 13 24 - 70 -46 4
Athugasemdir
banner
banner