Enska stórveldið Manchester City er búið að staðfesta starfslok Txiki Begiristain hjá félaginu.
Begiristain starfaði með Pep Guardiola hjá Barcelona og var svo fenginn yfir til Manchester fyrir 13 árum síðan.
Begiristain fer úr starfi sem yfirmaður fótboltamála hjá City eftir að hafa búið til eitt af bestu liðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem vann keppnina sex sinnum á sjö árum.
Begiristain er 60 ára gamall og ætlar að fara á eftirlaun. Portúgalinn Hugo Viana tekur við af honum.
Viana er 42 ára fyrrum landsliðsmaður Portúgal sem er ráðinn til City eftir að hafa verið yfirmaður fótboltamála hjá Sporting CP við frábæran orðstír.
Hann er maðurinn á bakvið kaup á leikmönnum á borð við Viktor Gyökeres, Ousmane Diomande og Morten Hjulmand sem hafa reynst gríðarlega mikilvægir fyrir Sporting.
Begiristain og Viana hafa verið starfandi samhliða síðan í apríl. Viana ætti því að vera búinn að læra vel inn á starfið hjá City.
Coming soon to CITY+: A Farewell to Txiki ???? ??
— Manchester City (@ManCity) July 31, 2025
Athugasemdir