„Ég er þreyttur en mjög sáttur. Þetta var erfiður leikur, við gáfum tvö mjög ódýr víti en við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli." sagði Valdimar Þór Ingimundarson leikmaður Víkings Reykjavíkur eftir sigurinn á Vllaznia í annari umferð Sambandsdeildarinnar.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 - 2 Vllaznia
„Ég er alveg sammála, við vorum töluvert betri í dag. Ég á eftir að sjá vítin aftur, mér fannst fyrsta vera ódýrt, ég sá ekki seinna en þetta var bara óheppni held ég og við verðum að læra af þessu."
Víkingar voru með mikla yfirburði á vellinum í kvöld. Hefðuði ekki vilja ganga frá þessum leik í venjulegum leiktíma?
„Jú klárlega, en við getum ekki verið að spá í því núna, við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli."
„Þeir voru eltandi allan leikinn og sama með fyrri leikinn en við vorum töluvert orkumeiri í dag."
Víkingar eru komnir áfram í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar og mæta Bröndby í næstu umferð. Fyrri leikur liðanna fer fram á Víkingsvelli eftir viku.
„Það er bara skemmtilegt, fínt að vera fara eitthvað aðeins nær heldur en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu þótt það sé frábært en mér lýst bara vel á þetta. Við þurfum að skoða þá eftir FH leikinn og við erum spenntir fyrir því."