Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 14:24
Elvar Geir Magnússon
Roma íhugar að gera tilboð í Enciso
Julio Enciso.
Julio Enciso.
Mynd: EPA
Roma hefur áhuga á Julio Enciso, leikmanni Brighton.

Rómverjar íhuga að gera tilboð í paragvæska landsliðsmanninn sem var á láni hjá Ipswich í hálft ár. Samningur hans við Brighton rennur út í júní á næsta ári.

Brighton er með 20 milljóna evra verðmiða á Enciso en ítalska félagið vonast til að fá hann lækkaðan.

Roma er að horfa til ensku úrvalsdeildarinnar eftir mögulegum liðsstyrk. Claudio Echeverri hjá Manchester City og Fabio Silva hjá Wolves eru einnig á blaði.

Roma hefur þegar fengið Wesley, Evan Ferguson, Devis Vásquez og Neil El Aynaoui í sumar og þá er Daniele Ghilardi á leið til félagsins frá Hellas Verona.
Athugasemdir
banner