Samkvæmt Bild er sóknarmaðurinn Nick Woltemade í fýlu á æfingasvæðinu hjá Stuttgart.
Woltemade, sem var frábær með þýskalandi á Evrópumóti U21 landsliða í sumar, er sagður æstur í því að yfirgefa Stuttgart.
Woltemade, sem var frábær með þýskalandi á Evrópumóti U21 landsliða í sumar, er sagður æstur í því að yfirgefa Stuttgart.
Bild segir að hann sé að æfa með Stuttgart og sé að haga sér fagmannlega hvað það varðar, en hann sé ekki í góðu skapi samt sem áður.
Sport1 í Þýskalandi segir að hann sé ekkert að hlæja og ekkert að grínast.
Hann hefur ítrekað sagt forráðamönnum Stuttgart frá sinni afstöðu: Hann vill fara til Bayern München.
Stuttgart vill ekki ræða við Bayern um félagaskiptin en Woltemade vonast til að það breytist á næstu dögum.
Athugasemdir