Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 01. ágúst 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eiður Jack í ÍBV (Staðfest)
Má spila á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Eiður Jack Erlingsson hefur fengið félagaskipti í ÍBV úr Þrótti Reykjavík.

Eiður er fæddur árið 2005 og er uppalinn hjá Þrótti. Hann lék einnig með FH i yngri flokkum. Auk þess að hafa spilað með Þrótti Reykjavík í meistaraflokki hefur hann einnig spilað með Þrótti Vogum. Hann var orðaður við Fjölni en er genginn í raðir ÍBV.

Eiður er sonur Erlings Jack Guðmundssonar sem lék lengst af með Þrótti á sínum tíma. Hann spilaði einnig með Aftureldingu, ÍR og Kórdrengjum.

Miðjumaðurinn getur spilað sinn fyrsta leik á morgun þegar ÍBV fær KR í heimsókn en Þjóðhátíð er í fullum gangi í Eyjum. Um er að ræða mikinn botnbaráttuslag en aðeins eiitt lið skilur liðin að.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 20 12 4 4 51 - 31 +20 40
2.    Víkingur R. 20 11 5 4 38 - 25 +13 38
3.    Stjarnan 20 10 4 6 38 - 32 +6 34
4.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
5.    FH 20 7 5 8 37 - 32 +5 26
6.    Vestri 20 8 2 10 21 - 23 -2 26
7.    KA 20 7 5 8 23 - 35 -12 26
8.    Fram 20 7 4 9 28 - 28 0 25
9.    ÍBV 20 7 4 9 21 - 27 -6 25
10.    KR 20 6 5 9 41 - 43 -2 23
11.    Afturelding 20 5 6 9 27 - 34 -7 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir