Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
banner
   fös 01. ágúst 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland um helgina - Þjóðhátíðarleikurinn og KA í Kópavogi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er venjan að einn leikur fari fram um Verslunarmannahelgina og það er þjóðhátíðarleikurinn í Vestmannaeyjum. Það er hins vegar annar leikur um helgina þar sem Breiðablik fær KA í heimsókn.

Á morgun verður stuð í Eyjum þar sem ÍBV fær KR í heimsókn í Þjóðhátíðarleiknum. KR er í 11. sæti en ÍBV í 9. sæti. Sigurliðið fer upp í 7. sætið.

Leik Breiðabliks og KA var flýtt vegna þátttöku Breiðabliks í forkeppni Meistaradeildarinnar næsta fimmtudag en leikurinn á sunnudaginn átti upphaflega að fara fram á þriðjudaginn.

KA er á milli ÍBV og KR í 10. sæti og getur í besta falli verið í 7. sæti eftir leikinn. Breiðablik fer hins vegar á toppinn með sigri.

laugardagur 2. ágúst

Besta-deild karla
14:00 ÍBV-KR (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 3. ágúst

Besta-deild karla
16:30 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 20 12 4 4 51 - 31 +20 40
2.    Víkingur R. 20 11 5 4 38 - 25 +13 38
3.    Stjarnan 20 10 4 6 38 - 32 +6 34
4.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
5.    FH 20 7 5 8 37 - 32 +5 26
6.    Vestri 20 8 2 10 21 - 23 -2 26
7.    KA 20 7 5 8 23 - 35 -12 26
8.    Fram 20 7 4 9 28 - 28 0 25
9.    ÍBV 20 7 4 9 21 - 27 -6 25
10.    KR 20 6 5 9 41 - 43 -2 23
11.    Afturelding 20 5 6 9 27 - 34 -7 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner