Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 02. september 2018 16:52
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Blikar náðu ekki að minnka bilið
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Breiðablik 1 - 1 Grindavík
1-0 Thomas Mikkelsen ('33)
1-1 Will Daniels ('75)

Breiðablik var í dauðafæri á að minnka bilið milli sín og toppliðs Vals í dag þegar Grindavík kom í heimsókn í Kópavoginn.

Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir með skalla eftir fyrirgjöf frá Kolbeini Þórðarsyni og voru heimamenn yfir í hálfleik.

Blikar voru með yfirhöndina heilt yfir en Grindvíkingar ávalt skeinuhættir og náðu að jafna eftir hrikaleg mistök hjá Damir Muminovic. Hann átti misheppnaða sendingu sem endaði hjá Will Daniels og skoraði hann fyrir opnu marki.

Grindvíkingar fengu nokkur færi til að stela sigrinum undir lokin en náðu ekki að klára og jafntefli niðurstaðan.

Breiðablik er svo gott sem búið að missa af Íslandsmeistaratitlinum eftir jafnteflið. Blikar eru fimm stigum eftir Val þegar þrjár umferðir eru eftir. Grindavík siglir lygnan sjó um miðja deild og er aðeins fimm stigum frá Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner