Ísland þurfti að sætta sig við tap gegn Rúmeníu, 0-2, á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn var í undankeppni HM.
Einkunnagjöf Fótbolta.net er hér að neðan.
Einkunnagjöf Fótbolta.net er hér að neðan.
Rúnar Alex Rúnarsson 6
Rúnar getur gengið sáttur frá þessum leik, með sína frammistöðu. Gat ekkert gert í mörkunum. Rólegur á boltanum og með fínar spyrnur.
Birkir Már Sævarsson 4
Kom með reynslu inn í liðið en hann var ekki alveg að tengja við Hjört hægra megin. Lengi að skila sér í fyrra markinu og var teymdur út úr stöðu í seinna markinu.
Hjörtur Hermannsson 5
Virkaði stressaður og það var auðvelt að teyma hann út úr stöðu. Þarf að sýna meiri stöðugleika í sínum leik. Átti eina arfaslaka sendingu í fyrri hálfleik sem hefði hæglega getað kostað mark.
Brynjar Ingi Bjarnason 6
Leikmaður sem hefur tekið miklum framförum á undanförnum mánuðum og er klárlega framtíðarmaður. Var að spila sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvelli. Hugrakkur á boltanum. Virkaði meiddur á vellinum og var mikið að kveinka sér í baki.
Guðmundur Þórarinsson 6
Með virkilega flottar sendingar og hefur góða tækni. Óheppinn í fyrra markinu þar sem boltinn fór af Brynjari.
Guðlaugur Victor Pálsson 4
Leiðtogi inn á vellinum en hann átti að gera betur í fyrra marki Rúmena; loka betur og hraðar á Stanciu. Getur betur heilt yfir.
Jóhann Berg Guðmundsson 5
Flottur fyrirliði. Besti fótboltamaðurinn gæðalega séð á vellinum. Hefði verið gaman að fá aðeins meira út úr honum.
Birkir Bjarnason 6
Besti maður Íslands í leiknum. Barðist að venju mikið, vann boltann oft og mörgum sinnum og skilaði góðu dagsverki. Hefði samt átt að skora í þessum leik, alveg klárlega.
Andri Fannar Baldursson 5 ('67)
Gæðin eru augljóslega til staðar. Vantar upp á einbeitinguna og varnarvinnuna. Hann er ungur en það er alveg óþarfi að vera hræddur við að láta aðeins í sér heyra inn á vellinum.
Albert Guðmundsson 5 ('79)
Mikill kraftur í honum, sérstaklega til að byrja með, en það kom ekki rosalega mikið úr því sem hann var að gera sóknarlega. Spilaði vinstra megin og það var sótt meira upp hægra megin, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fór illa með góða stöðu í seinni hálfleik.
Viðar Örn Kjartansson 5 ('67)
Var duglegur að koma sér í réttar stöður. Örugglega svekktur að hafa ekki skorað alla vega eitt mark.
Varamenn:
Jón Dagur Þorsteinsson 6 ('67)
Sýndi lipra takta og átt tilraun sem fór hátt yfir markið.
Ísak Bergmann Jóhannesson 6 ('67)
Flott innkoma hjá Skagamanninum unga, framan af. Gerði samt leikmann Rúmeníu réttastæðann í seinna markinu.
Andri Lucas Guðjohnsen - ('79)
Spilaði of stutt til að fá einkunn
Athugasemdir