Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 07. júní 2025 20:09
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Jóhann Kristinn: Fáir sem velta þessu fyrir sér að einhverju viti
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ósáttur við að tapa og þetta var ekki sanngjarnt tap“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA eftir 2-0 tap gegn Þrótti í Laugardalnum í dag. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  0 Þór/KA

„Miðað við leikinn þá náttúrulega áttum við að vinna hann en við bara fáum á okkur tvö kúkamörk sem að við eigum náttúrulega ekkert að gera. Klaufalegt hjá okkur og það sem að við erum náttúrulega svekktust með í dag er að hafa ekki skorað. Á þokkalegum degi hefðum við gert fimm, sex mörk, miðað við færin sem að við búum til. En eins og ég segi, það er svona, það er eitthvað yfir Laugardalnum í sumar og stigin fara þangað og öll mörkin, það er bara þannig“ hélt hann svo áfram. 

Það var búinn að vera stígandi í spilamennsku liðsins fram að landsleikjahléinu sem var að klárast og Jóhann var væntanlega að vonast eftir því að halda þeirri þróun áfram í dag.

„Ég veit það ekki. Ef einhver er að fylgjast með þessum leik þá held ég að þessi leikur hafi að mörgu leyti borið ágætt vitni fyrir okkur í Þór/KA og hérna, en því miður þá er bara er eiginlega enginn að spá í þetta, fáir fylgjast með og hvað þá að velta þessu fyrir sér að einhverju viti.“

Sandra María Jessen, besti leikmaður Þór/KA síðustu ár fékk úr litlu að moða í leiknum og aðspurður hvort að eitthvað í varnarleik Þróttar hefði komið þeim á óvart sagði hann:

„Nei, nei þetta er bara eins og ég segi, ég ætla nú ekkert að vera að tala um dómgæslu eða neitt en það er tekið fast á Söndru og hún náttúrulega þolir það auðvitað en það eru aðeins takmörk samt fyrir þessu hvað er hægt að ganga langt í þessu. Sandra var bara eins og aðrir hjá okkur bara pínu klaufi að skora ekki, kom sér í góð færi og átti náttúrulega að skora. Það er tekið hart á henni og mönnum finnst eins og það sé mannalegt að leyfa því að viðgangast því að þarna fer landsliðsmaður og þá leyfum við leikmönnum að taka aðeins harðar á því “

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum. 


Athugasemdir
banner
banner