Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 07. júní 2025 20:26
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Caroline Murray: Ég mun sakna þeirra mikið
Kvenaboltinn
Caroline Murray, leikmaður Þróttar
Caroline Murray, leikmaður Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ótrúlega stolt af vinnuframlagi liðsins, við erum að koma úr smá pásu og það tekur alltaf smá tíma til að komast aftur af stað en ég er mjög stolt af liðinu og úrslitunum“ sagði Caroline Murray eftir 2-0 sigur á Þór/KA í Laugardalnum í dag. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  0 Þór/KA

Það var tilkynnt í þessari viku að Caroline sé á leið heim til Bandaríkjanna þegar glugginn opnast þar sem hún mun spila með Sporting Club Jacksonville í Flórída og þar með yfirgefa Þrótt. Aðspurð hvernig henni líður með skiptin segir hún:

„Ég er búin að eiga frábæra upplifun hérna þannig að það eru blendnar tilfinningar og ég er ótrúlega þakklát fyrir allt sem klúbburinn hefur gert fyrir mig. Liðið er nálægt hjarta mínu svo þetta er tilfinningaríkt fyrir mig.“

Caroline segir að skiptin hafi komið nokkuð óvænt upp og að hún hafi ekki gert ráð fyrir því að fara frá Þrótti á þessum tímapunkti:

Það er greinilegt að Þróttarar munu sakna Caroline en lagið Sweet Caroline var spilað í stúkunni eftir leikinn í tilefni þess að leikurinn var sá síðasti sem Murray mun leika með liðinu í Laugardalnum:

„Ég mun sakna þeirra mikið. Ég ætla að sjá til þess að vera alltaf til staðar fyrir klúbbinn og mér fannst ótrúlega fallegt af þeim að spila sweet Caroline, ég kann mikið að meta það.“


Athugasemdir
banner