Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 02. september 2022 12:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HK sektað um hundrað þúsund krónur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK hefur verið sektað um hundrað þúsund krónur vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins í kringum leik liðsins gegn Breiaðbliki þann 19. ágúst þegar liðin mættust í Mjólkurbikarnum.

Fram kemur í frétt á ksi.is að sektin hefði verið hæfilega ákveðin með tilliti til viðbragða og ráðstafana knattspyrnudeildar HK vegna þeirra atburða sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns.

Hópur stuðningsmanna HK sungu ljóta söngva um Damir Muminovic, leikmann Breiðabliks, og eftir leikinn var sparkað í yngri systur Ísaks Snæs Þorvaldssonar.

Sjá einnig:
Strákarnir báðu systur Ísaks afsökunar - „Eitthvað sem enginn samþykkir"

Af heimasíðu KSÍ
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 30. ágúst 2022, var tekin fyrir skýrsla frá eftirlitsmanni KSÍ á leik HK og Breiðabliks í Bikarkeppni KSÍ þann 19. ágúst.

Það var álit nefndarinnar að framkoma áhorfenda HK í garð leikmanns Breiðabliks hafi verið vítaverð og félli undir ákvæði 12.9.d) í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Á þeim grundvelli ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta Knattspyrnudeild HK. Með tilliti til viðbragða og ráðstafana knattspyrnudeildar HK vegna þeirra atburða sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns, var upphæð sektar knattspyrnudeildar HK hæfilega ákveðin kr. 100.000.
Athugasemdir
banner