Davíð Ingvarsson hefur leikið gríðarlega vel fyrir Breiðablik síðan hann gekk aftur í raðir félagsins frá Kolding í sumar.
Davíð spilaði mest sem vinstri bakvörður eftir að hann fór út en hefur verið að spila á kantinum núna og hjálpað Breiðabliki að vinna fjóra leiki í röð.
Davíð spilaði mest sem vinstri bakvörður eftir að hann fór út en hefur verið að spila á kantinum núna og hjálpað Breiðabliki að vinna fjóra leiki í röð.
Lestu um leikinn: KA 2 - 3 Breiðablik
„Helsti munurinn er sá að hann er að spila framar á vellinum. Það er mikil hlaupageta í honum. Hann var oft að komast í stöður og taka fyrirgjafir eftir að vera búinn að spretta 70-80 metra upp völlinn. Núna er hann miklu nær markinu og auðveldara að koma honum í stöðuna," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, spurður út í frammistöðu Davíðs.
„Hann er frábær í að koma sér í góðar fyrirgjafarstöður, með góðar sendingar og góður í að velja þær. Hugmyndin var að koma honum nær markinu. Hann spilaði þarna í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra og vorum því algjörlega óhræddir við að henda honum þarna inn."
„Hann er líka gríðarlega góður pressumaður, kraftmikill , fljótur og sterkur. Hann hefur gert mjög mikið fyrir okkur," sagði Halldór eftir að Breiðablik vann 3-2 útisigur gegn KA.
Athugasemdir