Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fös 02. október 2020 20:20
Victor Pálsson
Bayern sagt horfa aftur til Chelsea
Þýski miðillinn Bild greinir frá því að Bayern Munchen sé enn og aftur að skoða það að fá vængmanninn Callum Hudson-Odoi frá Chelsea.

Hudson-Odoi var nálægt því að ganga í raðir Bayern á síðasta ári en hann krotaði seinna undir nýjan samning við Chelsea.

Enski landsliðsmaðurinn er ekki fyrsti maður á blað á Stamford Bridge í dag eftir fjölmörg kaup Chelsea á síðustu vikum og mánuðum.

Samkvæmt Bild þá hefur Hasan Salihamidzic, yfirmaður knattspyrnumála Bayern, enn áhuga á að semja við leikmanninn sem hefur staðið sig með prýði til þessa á tímabilinu.

Samkeppnin er mikil hjá Chelsea en enska liðið myndi þó alls ekki selja þennan efnilega leikmann ódýrt.

Vængmaðurinn Leroy Sane er einnig genginn í raðir Bayern en hann kom til félagsins frá Manchester City fyrr á þessu ári.


Athugasemdir
banner