Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   fös 02. október 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Tveir risaslagir á sunnudag
Þriðja umferð ítalska deildartímabilsins fer af stað í kvöld þegar Fiorentina tekur á móti Sampdoria í leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Sampdoria hefur byrjað nýtt tímabil illa undir stjórn Claudio Ranieri en félagið er að bæta nokkrum leikmönnum við sig í tilraun til að berjast við að lenda aftur í fallbaráttu.

Á morgun gæti viðureign Genoa og Torino verið frestað vegna fjölda Covid smita í herbúðum Genoa. Udinese tekur svo á móti Roma í beinni útsendingu um kvöldið.

Skemmtilegu leikirnir eru á sunnudaginn og byrjar veislan um morguninn þegar Atalanta tekur á móti Cagliari.

Stórleikur Lazio og Inter byrjar svo klukkan 13:00, áður en AC Milan fær nýliða Spezia í heimsókn.

Ítalíumeistarar Juventus taka svo á móti Napoli í stórleik um kvöldið.

Föstudagur:
18:45 Fiorentina - Sampdoria (Stöð 2 Sport 2)

Laugardagur:
13:00 Sassuolo - Crotone
16:00 Genoa - Torino
18:45 Udinese - Roma (Stöð 2 Sport 4)

Sunnudagur:
10:30 Atalanta - Cagliari (Stöð 2 Sport 2)
13:00 Benevento - Bologna
13:00 Lazio - Inter (Stöð 2 Sport 4)
13:00 Parma - Verona
16:00 Milan - Spezia (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Juventus - Napoli (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 7 5 1 1 11 4 +7 16
2 Inter 7 5 0 2 18 8 +10 15
3 Napoli 7 5 0 2 12 7 +5 15
4 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
5 Bologna 7 4 1 2 11 5 +6 13
6 Como 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
8 Atalanta 7 2 5 0 11 5 +6 11
9 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
10 Cremonese 7 2 4 1 8 9 -1 10
11 Udinese 7 2 3 2 7 10 -3 9
12 Lazio 7 2 2 3 10 7 +3 8
13 Cagliari 7 2 2 3 6 8 -2 8
14 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
15 Parma 7 1 3 3 3 7 -4 6
16 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
17 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
18 Fiorentina 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Genoa 7 0 3 4 3 9 -6 3
20 Pisa 7 0 3 4 3 10 -7 3
Athugasemdir
banner