Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   sun 02. október 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Baráttan um Manchester
Hvað gerir Erling Braut Haaland gegn Man Utd?
Hvað gerir Erling Braut Haaland gegn Man Utd?
Mynd: EPA
Manchester City og Manchester United mætast í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en grannaslagurinn er spilaður á Etihad-leikvanginum.

Englandsmeistararnir hafa unnið fimm leiki og gert tvö jafntefli til þessa með Erling Braut Haaland fremstan. Sá hefur skorað 11 mörk í deildinni á sínu fyrsta tímabili en hvað gerir hann gegn lærisveinum Erik ten Hag?

United byrjaði tímabilið illa. Liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum en vendipunkturinn kom gegn Liverpool. Liðið hefur unnið alla leiki síðan og virðist allt annar bragur á liðinu á þessu tímabili en síðasta.

Grannaslagurinn gæti því mögulega verið meira spennandi en oft áður. Leikurinn hefst klukkan 13:00.

Leeds og Aston Villa mætast þá klukkan 15:30 á Elland Road. Liðin eru hlið við hlið á töflunni en Leeds er með 8 stig á meðan Villa er með 7 stig.

Leikir dagsins:
13:00 Man City - Man Utd
15:30 Leeds - Aston Villa
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
3 Man City 15 9 2 4 32 16 +16 29
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Sunderland 15 6 6 3 18 14 +4 24
6 Everton 15 7 3 5 16 17 -1 24
7 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
8 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
9 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
10 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
11 Tottenham 15 5 5 5 23 18 +5 20
12 Newcastle 15 5 5 5 19 18 +1 20
13 Brentford 15 6 2 7 21 22 -1 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 15 4 3 8 14 23 -9 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 2 10 15 28 -13 11
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir