Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
   sun 02. október 2022 17:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þorri Mar: Það er bónus ef markið er skráð á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta getur ekki verið betra, er gríðarlega stoltur af liðinu sagði Þorri Mar Þórisson leikmaður KA eftir 1-0 sigur liðsins á KR í Bestu deildinni í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 KR

„Mér fannst við byrja þokkalega en svo föllum við aðeins niður og þeir komast aðeins inn í leikinn en mér fannst aldrei skapast nein hætta. Svo komum við inn í seinni hálfleik með meiri kraft og ákefð og náðum inn marki snemma og það drap leikinn."

Þorri lagði upp markið en það er óljóst hver setti boltann í netið.

„Ég fer upp og þruma honum fyrir og sé boltann enda inni. Geiri segist ekki hafa fengið hann í sig, það fékk hann einhver í sig. Ef þetta er skráð á mig er það bara bónus," sagði Þorri.

KA er komið í annað sæti deildarinnar en Víkingur á leik til góða. KA er sex stigum á eftir Breiðablik og það er ljóst að liðið ætlar að pressa á Kópavogsliðið.

„Okkar markmið er bara að reyna ná sem flestum stigum og vinna sem flesta leiki og það sem gerist í lokin verður bara að koma í ljós, hvort sem það er Evrópa eða ofar, við ætlum bara að reyna vera eins ofarlega og við getum," sagði Þorri.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner