Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
   sun 02. október 2022 17:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þorri Mar: Það er bónus ef markið er skráð á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta getur ekki verið betra, er gríðarlega stoltur af liðinu sagði Þorri Mar Þórisson leikmaður KA eftir 1-0 sigur liðsins á KR í Bestu deildinni í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 KR

„Mér fannst við byrja þokkalega en svo föllum við aðeins niður og þeir komast aðeins inn í leikinn en mér fannst aldrei skapast nein hætta. Svo komum við inn í seinni hálfleik með meiri kraft og ákefð og náðum inn marki snemma og það drap leikinn."

Þorri lagði upp markið en það er óljóst hver setti boltann í netið.

„Ég fer upp og þruma honum fyrir og sé boltann enda inni. Geiri segist ekki hafa fengið hann í sig, það fékk hann einhver í sig. Ef þetta er skráð á mig er það bara bónus," sagði Þorri.

KA er komið í annað sæti deildarinnar en Víkingur á leik til góða. KA er sex stigum á eftir Breiðablik og það er ljóst að liðið ætlar að pressa á Kópavogsliðið.

„Okkar markmið er bara að reyna ná sem flestum stigum og vinna sem flesta leiki og það sem gerist í lokin verður bara að koma í ljós, hvort sem það er Evrópa eða ofar, við ætlum bara að reyna vera eins ofarlega og við getum," sagði Þorri.


Athugasemdir
banner
banner