lau 02. nóvember 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Andy Gray: Hnéð spilar Firmino réttstæðan
Mynd: Getty Images
Liverpool hafði betur gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir að hafa lent undir á 23. mínútu.

Roberto Firmino hélt hann hefði jafnað fimm mínútum síðar en markið ekki dæmt gilt eftir nánari athugun með myndbandstækni. Handarkrikinn hans Firmino virtist vera fyrir innan hné aftasta varnarmanns Villa.

Knattspyrnusérfræðingurinn Andy Gray, sem lék 20 landsleiki fyrir Skotland á sínum tíma, starfar fyrir beIN Sports og nýtti tæknina til að greina markið. Að hans mati eru mælingarnar réttar en í svona tæpum atvikum verði sóknarmennirnir að njóta vafans.

„Þegar ég lít á þetta með nöktu auga þá er heldur hnéð honum réttstæðum. Í fyrstu mælingu var Firmino réttstæður en í þeirri mælingu voru línurnar rangar," sagði Gray.

„Í endurmælingunni sjá þeir að Firmino er rangstæður - útaf handarkrikanum! Erum við í alvöru að dæma mörk af útaf þessu? Í þessari deild? Þetta átti að vera mark, punktur.

„Þetta hné spilar Firmino réttstæðan og ég þarf ekki mælingar til að segja mér hvort það sé rétt eða ekki."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner