Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 02. nóvember 2023 11:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sædís Rún á reynslu hjá Englandsmeisturum Chelsea
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður Stjörnunnar, er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á reynslu hjá Englandsmeisturum Chelsea þessa stundina.

Hún hélt út til London á Englandi í gær og mun æfa hjá félaginu á næstu dögum.

Chelsea er sigursælasta félagið í kvennaboltanum á Englandi en liðið hefur sex sinnum orðið Englandsmeistari. Liðið hefur náð geggjuðum árangri undir stjórn Emmu Hayes en Chelsea er sem stendur í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir fjóra leiki.

Sædís Rún er 19 ára gömul en hún sprakk algjörlega út í Bestu deildinni í sumar. Hún átti frábært tímabil með Stjörnunni og vann sér inn sæti í A-landsliðinu í kjölfarið.

Hún er búin að spila þrjá A-landsleiki en hún byrjaði síðustu tvo leiki gegn Danmörku og Þýskalandi. Hún lék vel í þeim leikjum.

Það er mikill áhugi á henni erlendis en enn sem komið er, þá hefur ekkert tilboð komið í hana eftir að tímabilinu hér á Íslandi lauk. Stjarnan hafnaði tilboðum í hana í fyrra.

Sædís er uppalin hjá Snæfellsnesi og Víkingi Ólafsvík en hún gekk í raðir Stjörnunnar. Það verður spennandi að sjá hvert næsta skref hennar verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner