Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   sun 02. nóvember 2025 16:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Sjötta tapið hjá Alberti og félögum
Mynd: EPA
Það gengur afskaplega illa hjá Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina en liðið tapaði í Íslendingaslag gegn Lecce í dag.

Medon Berisha skoraði eina mark leiksins eftir fyrirgjöf frá Tete Morente. Albert kom inn á hjá Fiorentina í hálfleik en Þórir Jóhann Helgason var ónotaður varamaður hjá Lecce.

Þetta var sjötta tap Fiorentina sem er í næst neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig eftir tíu umferðir en liðið hefur ekki enn unnið leik. Lecce er í 15. sæti með níu stig.

Torino lenti tveimur mörkum undir gegn nýliðum Pisa. Giovanni Simeone minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks og Che Adams bjargaði stigi fyrir Torino með marki í blálok fyrri hálfleiksins. Torino er í 12. sæti með 13 stig eftir 10 umferðir en Pisa er í 17. sæti með sex stig.

Fiorentina 0 - 1 Lecce
0-1 Medon Berisha ('23 )

Torino 2 - 2 Pisa
0-1 Stefano Moreo ('13 )
0-2 Stefano Moreo ('29 , víti)
1-2 Giovanni Simeone ('42 )
2-2 Che Adams ('45 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
9 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
10 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
11 Sassuolo 9 4 1 4 10 10 0 13
12 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
13 Lazio 9 3 3 3 11 7 +4 12
14 Cagliari 9 2 3 4 9 12 -3 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
19 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner
banner