Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   lau 29. nóvember 2025 21:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Skelfileg byrjun varð Tottenham að falli
Mynd: EPA
Tottenham 1 - 2 Fulham
0-1 Kenny Tete ('4 )
0-2 Harry Wilson ('6 )
1-2 Mohammed Kudus ('59 )

Tottenham er án sigurs í fjórum deildarleikjum í röð eftir tap gegn Fulham í kvöld. Fulham hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum.

Fulham byrjaði leikinn vel en Kenny Tete kom liðinu yfir snemma leiks eftir sendingu frá Samuel Chukwueze. Aðeins tveimur mínútum síðar lenti Guglielmo Vicario í stórkostlegum vandræðum og Harry Wilson tvöfaldaði forystu Fulham.

Vicario fór í glórulaust úthlaup og sendi boltann beint á Joshua King. Hann lagði boltann á Wilson sem skoraði á opið markið með skoti við hliðarlínuna.

Tottenham var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik og náði ekki að skapa sér neitt.

Dæmið snerist hins vegar við í seinni hálfleik og Tottenham byrjaði vel. Mohammed Kudus kom liðinu inn í leikinn þegar hann skoraði laglegt mark eftir hálftíima leik. Hann fékk boltann frá Lucas Bergvall og skoraði með laglegu skoti í nærhornið.

Nær komst Tottenham ekki og Fulham fór með sigur af hólmi. Tottenham er í 10. sæti með 18 stig eftir 13 umferðir en Fulham er í 15. sæti með 17 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner