Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 29. nóvember 2025 22:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Leao skaut Milan á toppinn
Mynd: EPA
Milan 1 - 0 Lazio
1-0 Rafael Leao ('51 )

Rafael Leao var hetja MIlan þegar liðið lagði Lazio og komst á toppinn í ítölsku deildinni.

Lazio byrjaði betur en Mario Gila var nálægt því að koma liðinu yfir strax í upphafi leiks en Mike Maignan blakaði boltanum í slána eftir skalla frá honum.

Maignan varði síðan frá Mattia Zaccagni eftir að hann hafði leikið á Fikayo Tomori.

Milan braut ísinn snemma í seinni hálfleik þegar Leao kom boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Tomori. Það reyndist sigurmarkið.

Milan er á toppnum með 28 stig eftir 13 umferðir. Roma er stigi á eftir og á leik til góða gegn Napoli á morgun sem er í 3. sæti. Lazio er í 8. sæti með 18 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 15 10 0 5 16 8 +8 30
5 Juventus 15 7 5 3 19 14 +5 26
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 16 6 5 5 17 11 +6 23
9 Sassuolo 15 6 3 6 21 19 +2 21
10 Cremonese 16 5 6 5 18 18 0 21
11 Udinese 15 6 3 6 16 22 -6 21
12 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
20 Fiorentina 15 0 6 9 12 26 -14 6
Athugasemdir