Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
banner
   mán 01. desember 2025 09:15
Elvar Geir Magnússon
Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde
Powerade
Eduardo Camavinga.
Eduardo Camavinga.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fede Valverde.
Fede Valverde.
Mynd: EPA
Eftir hressandi helgi tekur mánudagurinn á móti okkur. Það verður leikið í miðri viku í ensku úrvalsdeildinni þessa vikuna og það er fagnaðarefni. Hér er slúðurpakki dagsins.

Liverpool hygst bjóða 52,5 milljónir punda í franska miðjumanninn Eduardo Camavinga (23) hjá Real Madrid. Hann hefur spilað þrettán leiki í öllum keppnum á tímabilinu. (CaughtOffside)

Manchester United vill fá úrúgvæska miðjumanninn Federico Valverde (27) frá Real Madrid. (Fichajes)

Deco, íþróttastjóri Barcelona, segir að enski framherjinn Marcus Rashford (28), sem er á láni frá Manchester United, sé ánægður hjá katalónska félaginu sem vilji halda honum ef möguleiki er á. (Times)

Manchester United tekur á móti kólumbíska miðjumanninum Cristian Orozco (17) á næstu dögum en kaup á honum frá Fortaleza CEIF verða kláruð í júlí. (Daily Star)

Manchester City íhugar að virkja 65 milljóna punda riftunarákvæði í samningi ganverska framherjans Antoine Semenyo (25) við Bournemouth í janúar. (Times)

Jurgen Klopp ætlar að halda áfram starfi sínu fyrir Red Bull og er endurkoma á Anfield ólíkleg ef Arne Slot yfirgefur Liverpool. (Telegraph)

Andrea Berta íþróttastjóri Arsenal leiðir vinnu félagsins við að reyna að fá miðjumanninn Rodrigo Mendoza (20) frá Elche. Chelsea og Tottenham hafa einnig áhuga á leikmanninum. (Football Insider/Teamtalk)

Everton ætlar ekki að hlusta á nein tilboð í senegalska vængmanninn Iliman Ndiaye (25) og hefur engan áhuga á að selja hann til grannana í Liverpool. (Teamtalk)

Leikmenn Tottenham hittust á fundi og ræddu meðal annars um lélega tengingu þeirra við stuðningsmenn. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner