Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
banner
   lau 29. nóvember 2025 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Slot tífalt líklegri til að missa starfið en Amorim
Mynd: Samsett
Það hefur heldur betur verið þungur róður hjá Liverpool að undanförnu og farið að hitna undir Arne Slot, stjóra liðsins, sem gerði liðið að meisturum á síðasta tímabili.

Á Epicbet er hægt að sjá hvaða stjórar í úrvalsdeildinni eru líklegastir til að fá sparkið og Slot er sá næstlíklegasti. Einungis Daniel Farke hjá Leeds er líklegri.

Liverpool hefur tapað þremur leikjum í röð og markatalan, einungis eitt mark skorað í þeim og tíu fengin á sig. Liverpool hefur tapað níu af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnum.

Stuðullinn á því að Slot verði næsti stjóri til að fá sparkið er 3, tíu sinnum lægri stuðull en er á Ruben Amorim, stjóra Manchester United, sem er með jafnmörg stig eftir tólf umferðir í deildinni. United er án sigurs í þremur síðustu leikjum. Mikel Arteta, þjálfari toppliðsins Arsenal, er öruggastur í starfi en stuðullinn á því að hann verði sá næsti til að yfirgefa sína stöðu er 100.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner