Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   lau 29. nóvember 2025 14:33
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Þriðji sigurinn í röð hjá Wilder
Chris Wilder er á skriði með Sheffield United
Chris Wilder er á skriði með Sheffield United
Mynd: EPA
Chris Wilder og lærisveinar hans í Sheffield United unnu þriðja leik sinn í röð er þeir lögðu Leicester City að velli, 3-2, í skemmtilegum leik á King Power-leikvanginum í dag.

Wilder tók aftur við United aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa verið látinn fara og er nú búinn að koma liðinu aftur á beinu brautina.

Tom Cannon, Jairo Riedewald og Sydie Peck komu United í þriggja marka forystu á rúmum hálftíma en markið hans Peck var sérstaklega glæsilegt með hörkuskoti fyrir utan teig.

Stephy Mavididi kom Leicester inn í leikinn með marki snemma í síðari hálfleik og þá kom James Justin muninum niður í eitt mark á lokamínútunum, en lengra komust heimamenn í Leicester ekki og niðurstaðan því 3-2 Sheffield United í vil.

Sheffield United hefur nú unnið þrjá leiki í röð og liðið í 19. sæti með 19 stig eftir átján leiki en Leicester í 15. sæti með 24 stig.

Bristol City marði 1-0 sigur á Portsmouth og þá vann Hull City 2-1 útisigur á Stoke City.

Leicester City 2 - 3 Sheffield Utd
0-1 Thomas Cannon ('2 )
0-2 Jairo Riedewald ('4 )
0-3 Sydie Peck ('32 )
1-3 Stephy Mavididi ('53 )

Portsmouth 0 - 1 Bristol City
0-1 Anis Mehmeti ('17 )

Stoke City 1 - 2 Hull City
1-0 Sorba Thomas ('17 )
1-1 Semi Ajayi ('48 )
1-2 Joe Gelhardt ('90 )
2-3 Jordan James ('83 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 21 14 5 2 52 22 +30 47
2 Middlesbrough 21 12 6 3 33 22 +11 42
3 Preston NE 21 9 8 4 29 22 +7 35
4 Millwall 21 10 5 6 25 29 -4 35
5 Ipswich Town 21 9 7 5 35 22 +13 34
6 Hull City 21 10 4 7 36 35 +1 34
7 Stoke City 21 10 3 8 28 20 +8 33
8 Leicester 21 8 7 6 30 27 +3 31
9 QPR 21 9 4 8 28 33 -5 31
10 Southampton 21 8 6 7 35 30 +5 30
11 Bristol City 21 8 6 7 28 24 +4 30
12 Derby County 21 8 6 7 30 29 +1 30
13 Birmingham 21 8 5 8 30 26 +4 29
14 Watford 21 7 8 6 30 28 +2 29
15 Wrexham 22 6 10 6 27 27 0 28
16 West Brom 21 8 4 9 25 28 -3 28
17 Swansea 22 7 5 10 24 30 -6 26
18 Charlton Athletic 20 6 6 8 20 26 -6 24
19 Sheffield Utd 21 7 2 12 25 31 -6 23
20 Blackburn 20 6 4 10 20 26 -6 22
21 Portsmouth 20 5 5 10 17 27 -10 20
22 Oxford United 21 4 7 10 22 30 -8 19
23 Norwich 21 4 5 12 24 34 -10 17
24 Sheff Wed 20 1 6 13 15 40 -25 -9
Athugasemdir
banner
banner