Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   lau 29. nóvember 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim: Okkur vantar réttfættan Amad
Mynd: EPA
Mynd: Manchester United
Ruben Amorim þjálfari Manchester United segir að liðið þurfi á nýjum vængbakverði að halda.

Hann er mjög hrifinn af ungstirninu Amad Diallo sem hefur verið að spila vel í hægri vængbakvarðarstöðunni, en hann segist vanta hæfan mann á vinstri vænginn.

Diogo Dalot og Patrick Dorgu hafa verið notaðir vinstra megin en Amorim er ekki nógu ánægður með þá. Dalot hefur ekki verið að spila nægilega vel í vængbakvarðarhlutverkinu á meðan Dorgu er ekki nægilega góður með hægri löppinni.

„Við þurfum tíma til að verða betri eins og ég hef endurtekið síðasta árið. Til dæmis í síðasta leik gegn 10 andstæðingum þá vantaði okkur vængbakvörð eins og Amad nema bara réttfættu útgáfuna," sagði Amorim á fréttamannafundi í gær. „Við þurfum tíma til að vera upp á okkar besta í hverri stöðu en við erum að taka skref í rétta átt."

Man Utd tapaði heimaleik gegn 10 leikmönnum Everton um síðustu helgi og heimsækir bikarmeistara Crystal Palace í hádeginu á morgun. Amorim hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að nota eingöngu 3-4-2-1 leikkerfið sitt á þjálfaratíð sinni hjá Rauðu djöflunum, en það er mjög svipað leikkerfi og Oliver Glasner notast við hjá Palace.

„Mér finnst mjög fyndið þegar það er verið að gagnrýna þetta 3-4-3 leikkerfi. Ég held að United sé með hæsta xG í úrvalsdeildinni," sagði Glasner þjálfari Palace á sínum fréttamannafundi.

„Liðið þeirra er betra núna heldur en í fyrra. Þá vantaði að skora fleiri mörk og þeir keyptu þrjá frábæra leikmenn fyrir 200 milljónir. Þeir eru að spila betur en í fyrra og leggja meiri vinnu á sig, það eru jákvæð teikn á lofti."

Man Utd er með 18 stig eftir 12 umferðir í ensku úrvalsdeildinni, tveimur stigum á eftir Crystal Palace.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 20 17 +3 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 22 30 -8 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner