Oxford United 2 - 1 Ipswich Town
1-0 Mark Harris ('24 )
1-1 Leif Davis ('53 )
2-1 Przemyslaw Placheta ('77 )
1-0 Mark Harris ('24 )
1-1 Leif Davis ('53 )
2-1 Przemyslaw Placheta ('77 )
Ipswich Town sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð heimsótti Oxford United í fyrsta leik helgarinnar í Championship deildinni.
Ipswich þurfti á sigri að halda í toppbaráttu Championship deildarinnar en lenti óvænt undir í fyrri hálfleik þegar Mark Harris setti boltann í netið.
Oxford var hættulegra liðið í fyrri hálfleik en Ipswich tók völdin eftir leikhlé. Ipswich fékk mikið af færum en heimamenn í Oxford fengu einnig sinn skerf.
Bakvörðurinn knái Leif Davis jafnaði fyrir Ipswich snemma í síðari hálfleik og hélst staðan jöfn þar til á 77. mínútu. Przemyslaw Placheta skoraði þá fyrir heimamenn og tókst þeim að halda út til leiksloka.
Lokatölur 2-1 fyrir Oxford sem klifrar úr fallsæti. Liðið er með 18 stig eftir 18 umferðir.
Ipswich er í fimmta sæti sem stendur, með 27 stig eftir 17 umferðir.
Athugasemdir


