Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fös 28. nóvember 2025 15:13
Elvar Geir Magnússon
Maresca: Palmer er tilbúinn að byrja gegn Arsenal
Cole Palmer er klár í að byrja gegn Arsenal.
Cole Palmer er klár í að byrja gegn Arsenal.
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, greindi frá því á fréttamannafundi í dag að Cole Palmer væri klár í slaginn fyrir heimaleikinn gegn Arsenal sem verður á sunnudag.

„Hann er klár í leikinn og klár í að byrja. Allir eru ánægðir með það en mikilvægast er að Cole sé ánægður því fótboltamenn vilja spila leiki og mæta á æfingu á hverjum degi," segir Maresca.

Hann er okkar besti leikmaður
Palmer hefur aðeins spilað fjóra leiki fyrir Chelsea á tímabilinu, hann spilaði síðast í 2-1 tapinu gegn Manchester United þann 20. september.

Þegar hann var að jafna sig af nárameiðslum meiddist hann á tá í óhappi á heimili sínu og missti af sigurleikjunum gegn Burnley og Barcelona.

„Hann er okkar besti leikmaður, við þurfum að gefa honum tíma til að verða 100%. Hann hefur gert mikið fyrir liðið og mun halda því áfram í framíðinni," segir Maresca.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner